fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Eygló: Þingræði

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. maí 2012 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef áður sagt að þingið myndi snúast til varnar ef forseti sýndi tilburði í þá átt að setja ríkisstjórn af, eins og sumir segja að stjórnarskráin heimili honum. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svarar áskorun þessa efnis nokkurn veginn á þann hátt sem ég hefði búist við í bréfi sem hún birtir á heimasíðu sinni.

Mér finnst ólíklegt að þingmenn til dæmis Sjálfstæðisflokksins myndu hafa aðra afstöðu – þá væru þeir einfaldlega að fara gegn skilningi sem flokkurinn hefur alltaf haft á forsetaembættinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað að forsetinn tæki meiri völd en á tíma Kristjáns, Vigdísar og Ásgeirs. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður baðst í gær afsökunar vegna þess að hann hafði ritað nafn sitt í undirskriftasöfnunina þar sem skorað er á forsetann að rjúfa þing.

Bréf Eyglóar er svohljóðandi:

„Ég og minn þingflokkur eigum ekki aðild að þessari ríkisstjórn og hún situr ekki í mínu umboði.

Ég hef rætt áður við Ástu og Rakel Sigurgeirsdóttur um að við búum við þingræði en ekki forsetaræði.  Erfiðar aðstæður og óvinsæl ríkisstjórn réttlæta ekki að þingræðinu sé vikið til hliðar, og einum manni í raun falin stjórn landsins.

Það væri fullkomlega andstætt grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokksins þar sem segir: „Hann [Framsóknarflokkurinn] stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi.“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“