Með stuttu millibili deyja Donna Summer og Robin Gibb.
Og þá er tími til að gera játningu, á unglingsárum mínum þótti ekki sérlega fínt að hlusta á tónlistina sem kom frá dívunni Donnu og hinum skræku Bee Gees.
Ég segi ekki að maður hafi hlustað á þetta í laumi, en þetta var tími pönksins og nýbylgjunnar og það var ýmislegt sem þótti mun markverðara.
Í partíum voru plötur með Donnu og Bee Gees dregnar fram og þá hófst stuðið. Annars var stöðugt verið að hnýta í hina fyrirlitnu tónlistarstefnu diskó.
Innst inni fannst mér þetta alltaf skemmtilegra en pönkið – jú, og ég er löngu kominn á þá skoðun að þetta var miklu snjallari og frumlegri tónlist.
Donna var einstök sönggyðja og snilldarlögin sem liggja eftir Bee Gees eru legíó.
http://www.youtube.com/watch?v=fTKinuGIR8I&feature=related