Meirihluti Alþingis vill afgreiða frumvarp sem felur í sér að tillögur Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verða settar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú virðist eins og minnihlutinn ætli að reyna að koma í veg fyrir þetta.
Mikill meirihluti sem svaraði í nýrri skoðanakönnun vildi að byggt yrði á tillögum Stjórnlagaráðs við gerð nýrrar stjórnarskrár. Einstaka liðir í tillögum Stjórnlagaráðs fengu líka afgerandi stuðning í könnuninni.
Er þá ekki mál að linni í málþófinu í þinginu og þessi meirihluti fái að ráða?
Hér er annars mjög forvitnilegt viðtal um stjórnarskrármál sem var í síðasta Silfri við Norðmanninn Jon Elster, en hann er einn fremsti heimspekingur á Norðurlöndunum, og hefur starfað við frægar menntastofnanir í Bandaríkjunum og Frakklandi. Elster benti meðal annars á að breytingar á stjórnarskrá væru yfirlett gerðar í kjölfar einhvers konar kreppu.
Viðtalið má sjá með því að smella hérna.