Hreyfingin starfar nokkuð öðruvísi en aðrir flokkar í þinginu – þ.e. að hún virðist taka afstöðu eftir málefnum en ekki eftir því hvoru megin á vellinum liðinu er stillt upp.
Þannig hefur Hreyfingin verið samstíga ríkisstjórninni í stjórnarskrármálinu, en á móti henni í Icesave, í því hvernig er tekið á skuldamálum heimilanna og nú í fiskveiðistjórnunarmálinu.
Það er spurning hvort pólitíkin væri ekki betri ef fleiri flokkar störfuðu svona – hún virðist alltof mikið snúast að vera á móti öllu sem kemur frá andstæðingunum.
Hreyfingin sætir ámæli fyrir að vera fjórða hjólið undir vagninum hjá ríkisstjórninni. Það verður ekki séð að svo sé – jafnvel þótt hún styðji sum mál sem koma úr herbúðum stjórnarinnar.