Ólafur Ragnar Grímsson veit að hann hefur lítið fylgi meðal kjósenda Samfylkingarinnar – jú, tímarnir hafa breyst frá því hann var eftirlæti þess flokks.
Hann byrjar kosningabaráttu sína með því að reyna að stilla skeinuhættasta mótframbjóðanda sínum, Þóru Arnórsdóttur, upp við hliðina á Jóhönnu Sigurðardóttur.
En það er svolítið eins og Samfylkingin gangi beint í gildruna – mæti inn á völlinn sem Ólafur er búinn að merkja og fari að munnhöggvast á þeim forsendum sem hann lagði upp.
Og til þess var leikurinn líklega gerður….