101 Reykjavík er blandaðasta hverfi landsins. Þegar maður gengur hér út verður á vegi manni alls konar fólk – verslunarmenn, bankafólk, iðnaðarmenn og verkamenn sem vinna við framkvæmdir sem eru sífellt í gangi í hverfinu, rónar og dópistar, innflytjendur, ferðamenn, skólafólk.
Í 101 býr margt snauðasta fólk landsins, en líka talsvert af því ríkasta. Það er mikill munur á ofanverðri Hverfisgötunni og sunnanverðu Skólavörðuholti. Í hverfinu er Kolaportið og líka Sævar Karl.
Í 101 er líka ein stærsta fiskihöfn landsins, hún nær yfir stórt flæmi og nýtur mikilla vinsælda. Fáum dettur í hug að það sé annað en kostur fyrir borgina að hafa hana áfram. Lengra er nú fólkið í 101 Reykjavík nú ekki frá sjávarútvegnum.