Líkt og kemur fram hér í umfjöllun Eyjunnar ætla lífeyrissjóðir ekki að gefa eftir krónu vegna lánsveða almennings, Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að lífeyrissjóðirnir horfi niður á almenning.
Öðru máli gegnir um vildarvini.
Fáir hafa valdið lífeyrissjóðum á Íslandi meira tjóni en bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir sem starfræktu eignarhaldsfélagið Exista. Þetta félag reyndist vera hrein spilaborg, en lífeyrissjóðir og sparisjóðir settu mikla fjármuni þangað inn.
En bræðurnir ferðast ekki á apafarrýminu og lífeyrissjóðirnir passa upp á að þeir geti eignast aftur hlut í sínu gamla fyrirtæki, Bakkavör.