fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Eyjan

MMR: stuðningur við tillögur Stjórnlagaráðs

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. apríl 2012 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er líkt og margir hafi gefið sér að almenningur væri áhugalaus um breytingar á stjórnarskránni, hann væri kannski bara að hugsa um skuldirnar sínar.

Þessa hefur ekki bara gætt í röðum þeirra sem eru andsnúnir breytingum á stjórnarskránni, heldur líka hinna – þeir hafa ekki lagt í að leggja til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs nema þá að hafa þær með forsetakosningum – til að öruggt væri að fólk skilaði sér á kjörstað.

Ný skoðanakönnun MMR, sem hefur farið fremur lágt, sýnir þó annað. Þar birtist mikið fylgi við breytingar á stjórnarskránni.

Þarna kom fram að 66 prósent vildu að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, en einnig var spurt um einstaka þætti stjórnarskrárinnar.

Þar voru niðurstöðurnar býsna afgerandi:

86% vilja að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign.

44,6% vilja halda óbreyttu ákvæði um þjóðkirkju (meirihlutinn vill þá væntanlega breytingu).

84,2% aðhyllast í auknum mæli persónukjör í alþingiskosningum.

77,4% vilja jafnt atkvæðavægi í alþingiskosningum.

86,9% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!