Ingi Freyr Vilhjálmsson er einhver besti blaðamaður á Íslandi. Hann hefur skrifað um ótal mál sem tengjast útrásinni og hruninu, spillingu og braski – þær eru ófáar afhjúpanirnar sem hann á þátt í.
Ingi er dugnaðarforkur, hann er vel skrifandi og hefur góða menntun. Það sést á ritdómum sem hann skrifar annað slagið, þeir eru yfirleitt mjög áhugaverðir.
Blaðamenn eins og hann eru fágætir – það er hins vegar enginn hörgull á fólki sem skrifar upp fréttatilkynningar eða þýðir upp úr erlendum fjölmiðlum.
Það er sótt að Inga, og svosem ekki í fyrsta sinn. Ástæðan er ekki síst sú að hann ógnar þeim sem standa vörð um spillingu, klíkustarfsemi og forréttindi.