Um daginn skrifaði ég lítinn pistil um svonefnda „völvuspá“ sem birtist með Lífinu, sem er fylgirit Fréttablaðsins. Margt í henni var sérlega ósmekklegt og heimskulegt.
Í dag birtir DV „völvuspá“ sem er ekki skárri. Þetta er furðulegur samstingur af hreinu rugli, einhverju sem gæti svosem gerst – og svo óskhyggju.
Kannski á sumt af þessu að vera fyndið – en á móti kemur að ekki er að marka neitt sem stendur þarna.
Það sem maður þarf eiginlega að fá að vita er hverjir leggja nafn sitt við að skrifa svona rugl? Og hvað blaði, sem oft er gott og ferskt og nauðsynleg rödd í íslensku samfélagi, gengur til að leggja margar blaðsíður undir svonalagað og slá því upp á forsíðu?
En það er þá ákveðin vísbending að þeir sem skrifa eru ánægðir með blaðið sitt, en öðrum fjölmiðlum er spáð miklum óförum.