fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Tvær jólamyndir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. desember 2012 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er búinn að fara tvisvar á bíó um jólin. Það er svona að eiga tíu ára strák sem hefur brennandi áhuga á kvikmyndum.

Það sem einkennir báðar myndirnar, Líf Pís og Hobbitinn, er hvað tölvuvinnslan hefur algjörlega tekið völdin.

Á hennar hefði líklega ekki verið hægt að gera mynd eftir skáldsögu Yanns Martel – hvernig getur maður annars búið til heila mynd sem gengur út á að strákur og óarga tígrisdýr eru saman á litlum báti.

Í Hobbitanum er tölvutæknin notuð til að gera litla barnasögu að útblásinni epík – myndin virkar eins og inngangur að Lord of the Rings og farið býsna frjálslega með. Hobbitinn er stutt bók með skemmtilegum uppákomum og í raun allt öðruvísi en bækurnar sem síðar komu, þær eru þunglamalegar, afar hátíðlegar – menn tala helst ekki nema í hávirðulegum yfirlýsingum – og með mjög löngum og þreytandi lýsingum á landslagi. En nú á semsagt að teygja Hobbitann upp í níu klukkutíma, í þremur hlutum.

Verður að segjast eins og er að mynd númer eitt reyndi verulega á þolinmæðina. Ég hef ekki tölu á því hvað ég horfði oft á klukkuna í bíó. Spennan er nákvæmlega engin. Illþýðið í þessum myndum er svo asnalegt að maður veit að það verður brytjað niður án þess að hetjurnar saki.

Líf Pís er afar glæsileg að sjá. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið hina frægu skáldsögu Martels, en hún virkar heillandi. Leikstjórinn er Ang Lee, maður sem getur eiginlega hvað sem hann vill í kvikmyndagerð. Hann hefur gert kínverska austra með skylmingum og tiheyrandi og margverðlaunaða og nokkuð melódramatíska ástarsögu milli karlmanna í Brokeback Mountain. Á móti er kannski hægt að segja að Ang Lee skorti sinn eigin stíl.

Það verður líka að segja eins og er að það er eitthvað sálarlaust við Líf Pís í útgáfu hans. Þetta er glæsilegt sjónarspil – eins og til dæmis þegar skipið sekkur með heilum dýragarði – en samt er manni að sumu leyti alveg sama hvort strákurinn verði étinn eða hvort saga hans er sönn eða einungis leið til að takast á við mannlega grimmd.

Gamalkunnugt lið úr Hringadróttinssögu skýtur líka upp kollinum í Hobbitanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?