fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ukip og hjónabönd samkynhneigðra

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. desember 2012 18:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn gera nokkuð úr auknum stuðningi við Ukip, Sjálfstæðisflokk Bretlands, í umræðu hér á landi. Ukip er aðallega þekktur fyrir að vera á móti Evrópusambandinu. Leiðtogi hans, Nigel Farage, situr á Evrópuþinginu, tekur reyndar lítinn þátt í þingstörfum, fyrir utan að þiggja kaupið og hæðast að öllu sem þar fer fram.

Það er auðvitað viss afstaða.

En þess er sjaldan getið hér að aukinn stuðningur við Ukip helgast ekki eingöngu af andstöðunni við ESB, kannski er það ekki einu sinni meginskýringin.

Ukip hefur nefnilega tekið harða afstöðu gegn hjónaböndum samkynhneigðra. Það fellur vel í kramið hjá hluta af kjósendahópi Íhaldsflokksins sem finnst David Cameron vera helsti frjálslyndur.

Fylgi Íhaldsmanna er heldur lítið þessa dagana, það hefur hins vegar farið vaxandi meðal samkynhneigðra. Ný könnun sýnir líka að  meira en þrír af hverjum fimm kjósendum eru hlynntir hjónaböndum samkynhneigðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?