fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Sannleikur og sannlíki

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. desember 2012 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig á að bregðast við því þegar kvikmyndir verða hin opinbera útgáfa af veruleikanum?

Við sáum þetta til dæmis í The Social Network, myndinni sem fjallaði um Facebook og stofnanda þess, Mark Zuckerberg. Hún var full af villum og vitleysu – sem hefur orðið að einhvers konar sannlíki.

Nú er nýkomin út mynd sem fjallar um handtöku og dauða Osama Bin Laden. Hún nefnist Zero Dark Thirty og er jafnvel spáð Óskarsverðlaunum.

Myndin er sögð vera byggð á sönnum atburðum, en margt í henni er hreinn skáldskapur. Samt er verið að selja hana sem sannleika.

Michael Wolff skrifar í Guardian og segir að myndin sé ekki bara kjánaleg, heldur sé hún líka lofgjörð til pyntinga – þar sem sadismi leikstjórans Kathryn Bigelow fari ekki á milli mála.

Myndin um dauða Osama Bin Laden er full af rangfærslum – hún er sannlíki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?