fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Góð jólasaga

Egill Helgason
Mánudaginn 24. desember 2012 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan um bóndann sem tók á móti strokufanganum um hánótt er jólasagan í ár.

Strokufanginn fékk hangikjöt, súpu og jólaköku. Maður dáist að æðruleysi bóndans og dóttur hans.

Þetta hefði getað endað illa. Strokufanginn hefur hlotið hermennskuþjálfun og hann var vopnum búinn. Hefði til dæmis orðið umsátur hefði einhver getað látið lífið.

Bóndinn, Sigurður Páll Ásólfsson, segist hafa hvatt Matthías til að leita sér menntunar meðan hann var í fangelsi.

Vonandi hlítir hann því ráði – og farnast vel.

Annars eru þetta björt og falleg jól hér suðvestanlands, sólin skein yfir Reykjanes hér áðan og á Reykjavíkurtjörn.

Gleðileg jól!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?