Sagan um bóndann sem tók á móti strokufanganum um hánótt er jólasagan í ár.
Strokufanginn fékk hangikjöt, súpu og jólaköku. Maður dáist að æðruleysi bóndans og dóttur hans.
Þetta hefði getað endað illa. Strokufanginn hefur hlotið hermennskuþjálfun og hann var vopnum búinn. Hefði til dæmis orðið umsátur hefði einhver getað látið lífið.
Bóndinn, Sigurður Páll Ásólfsson, segist hafa hvatt Matthías til að leita sér menntunar meðan hann var í fangelsi.
Vonandi hlítir hann því ráði – og farnast vel.
Annars eru þetta björt og falleg jól hér suðvestanlands, sólin skein yfir Reykjanes hér áðan og á Reykjavíkurtjörn.
Gleðileg jól!