Hér eru þrjár jólakveðjur sem mér hafa borist síðustu daga, þær eru skemmtilegar hver á sinn hátt.
Þessi er frá borgarstjóranum í Reykjavík og sýnir fólk á skautum á Tjörninni. Það kemur ekki fram hvenær myndin er tekin, en hún er líklega margra áratuga gömul eins og sjá má á klæðnaðinum, reiðhjólinu á myndinni og reyk úr strompum. Myndin gæti verið áminning til borgarstjórnarinnar sjálfrar að hugsa betur um ísinn á Tjörninni, það þarf að slétta hann og hreinsa og lýsa upp til að gott sé að vera þar á skautum.
Þessi er frá Aþenu og sýnir aðaltorg bæjarins, Syntagma eða Stjórnarskrártorg, í jólaskrúða. Það er kreppa í Grikklandi og ófriðlegt í stjórnmálunum, en lífið heldur líka áfram sinn vanagang – gleymum því ekki.
Þessi var svo á Facebook-síðu vinar míns, þarna er mynd af manni sem var snöggur að afgreiða jólagjafirnar – eins og margt annað.