fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ósmekkleg völvuspá

Egill Helgason
Laugardaginn 22. desember 2012 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að viðurkenna að af öllu heimskulegu efni sem birtist í fjölmiðlum er mér hvað mest í nöp við svonefndar „völvuspár“. Ég veit ekki hverjir semja svona vitleysu, en auðvitað eru það ritstjórnir blaða sem bera ábyrgð á efninu.

Yfirleitt hefur maður verið laus við svona efni í stærstu fjölmiðlunum, en í gær birti Fréttablaðið stóra spá um næsta ár.

Þar rekur hver smekkleysan aðra. Þóru Arnórsdóttur er spáð heilsuleysi, að Selma Björns verði í kreppu allt árið, að Elín Hirst gangi úr Sjálfstæðisflokknum, en Ragnhildur Steinunn flytji til Ástralíu. Að fjölmiðillinn Pressan leggi upp laupana og að ósætti verði í leikhúsinu Vesturporti.

Hver er tilgangurinn með svona skrifum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?