Ég verð að viðurkenna að af öllu heimskulegu efni sem birtist í fjölmiðlum er mér hvað mest í nöp við svonefndar „völvuspár“. Ég veit ekki hverjir semja svona vitleysu, en auðvitað eru það ritstjórnir blaða sem bera ábyrgð á efninu.
Yfirleitt hefur maður verið laus við svona efni í stærstu fjölmiðlunum, en í gær birti Fréttablaðið stóra spá um næsta ár.
Þar rekur hver smekkleysan aðra. Þóru Arnórsdóttur er spáð heilsuleysi, að Selma Björns verði í kreppu allt árið, að Elín Hirst gangi úr Sjálfstæðisflokknum, en Ragnhildur Steinunn flytji til Ástralíu. Að fjölmiðillinn Pressan leggi upp laupana og að ósætti verði í leikhúsinu Vesturporti.
Hver er tilgangurinn með svona skrifum?