fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Gamlir – og fremur nýir jólasiðir

Egill Helgason
Laugardaginn 22. desember 2012 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið gaman að spá í hefðir – uppruna þeirra og hversu gamlar þær eru. Oft kemur á óvart hvað þær eru í raun ungar.

Það er til dæmis skötuát á jólum. Þegar ég var að alast upp stundaði nokkuð fámennur hópur skötuát – það var aðallega fólk sem var ættað að vestan.

Nú er þetta útbreiddur siður – og skata á boðstólum á fjölda veitingahúsa og heimila. Í stigagöngum fjölbýlishúsa er deilt um skötufýlu, ég er ennþá með hana í skyrtunni síðan ég fór inn í fiskbúð í dag.

Svo er það laufabrauðið. Þegar ég var strákur var það bundið við fólk að norðan. Í búðum fékkst ekki laufabrauð – ég sá þetta aldrei nema hjá frænku minni sem var úr Húnavatnssýslu. Aðrir ættingjar mínir voru að sunnan og þekktu ekki þennan sið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?