fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Rammaáætlun er bullandi pólitík

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. desember 2012 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um rammáaætlun er einkennileg.

Það er sagt að hún eigi að vera fagleg og ópólitísk – og að í henni eigi að felast sátt.

En það getur hún auðvitað aldrei orðið.

Sumir stjórnmálaflokkar vilja helst virkja hverja sprænu og hvern hver – í því sambandi eru meira að segja notuð rök eins og sum landsvæði séu svo fjarskalega ljót.

Aðrir flokkar vilja helst ekki neitt virkja. Ekki heldur það sem er í nýtingarflokki í rammaáætluninni.

Þess utan er alls engin sátt um í hvað eigi að nýta orkuna – við getum ekki einu sinni komist að niðurstöðu um hvort borgar sig yfirleitt að halda áfram með stóriðju.

Aðrir halda á lofti draumum um að selja orku í gegnum sæstreng til útlanda.

Sjónarmiðin eru gerólík og það er rugl að halda því fram að niðurstaða í svona máli geti verið ópólitísk og fagleg – hún mun alltaf ráðast af þeirri stjórn sem er við völd hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Umpólun Snorra?
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?