Sjónvarpið sýndi í gær stórmerkilega og hrollvekjandi mynd um fátækt í Bandaríkjunum.
Myndin sýndi hvernig moldrík yfirstétt tekur til sín stöðugt meira af þjóðartekjum Bandaríkjanna. Hún á stjórnmálin með húð og hári. Það stjórnarfyrirkomulag kallast plútókratí – eða auðræði. Auðstéttin stendur á móti öllum tilraunum til að leggja á hana meiri skatta – og henni finnst hún eiga forréttindi sín skilin.
Á móti þessu býr mikill fjöldi fólks á fátæktarmörkum. Lágstéttarfólk hefur litla möguleika á að komast í skóla sem gætu tryggt því betri atvinnu og betri kjör. Láglaunastörf eru svo illa borguð að fólk sem sinnir þeim þarf að reiða sig á matargjafir í gegnum kerfi matarmiða. Félagslegur hreyfanleiki er þannig mjög lítill í Bandaríkjunum – sem gengur algjörlega í berhögg við það sem átti að felast í ameríska draumnum svokölluðum. Stjórnmálamenn sem lúta boðum auðstéttarinnar vilja helst gera út af við það litla velferðarkerfi sem þó er – í myndinni voru sýnd ansi sérstæð brot úr viðtali við einn helsta gúrú þeirra, Ayn Rand.
Myndina má sjá hér á vef Ríkisútvarpsins – það eru þó einungis notendur á Íslandi sem geta séð hana.