Sigrún Davíðsdóttir og Þórólfur Matthíasson skrifa um kostnaðinn við að bjarga íslenskum bönkum og fjármálastofnunum á vefinn EconoMonitor.
Þau komast að þeirri niðurstöðu að fráleitt sé að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki dælt peningum í bankakerfið eftir hrun þess – þvert á móti sé umfang björgunarinnar hátt í 25 prósent af þjóðarframleiðslu.
Þetta sé 5 til 7 sinnum meira en í tilviki Bretlands – og hafi útheimt ígildi skatta þjóðarinnar í heilt ár.
Útlendir lánveitendur tekið á sig þyngsta skellinn vegna hruns íslenska bankakerfisins, en þrátt fyrir það sé ekki hægt að nota Ísland sem dæmi um land sem ekki hafi bjargað bönkum – eins og tíðkist oft í umræðu erlendis.