Þorsteinn V. Sigurðsson ber saman verðlag og laun í Noregi og á Íslandi á bloggi sínu. Þetta er fróðleg samantekt. Þorsteinn umreiknar tölurnar yfir í klukkustundir og mínútur sem gerir samanburðinn forvitnilegri en ella – semsagt hversu lengi iðnaðarmaður á í Noregi og á Íslandi er að vinna sér inn fyrir ákveðnum vörum.
Niðurstaðan er satt að segja ansi sláandi, eins og Þorsteinn segir. Við vitum að kjörin eru betri í Noregi en hér – en er munurinn virkilega svona mikill?
Bloggsíða Þorsteins er hér.