fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Víða deilt um gistiskatt

Egill Helgason
Laugardaginn 8. desember 2012 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum mættum við Íslendingar líta aðeins meira í kringum okkur, athuga hvað er að gerast í öðrum löndum.

Það er til dæmis víðar en hér að deilt er um skatt á hótelgistingu.

Þetta er einn af þeim skattstofnum sem stjórnvöld víða renna hýru auga til þegar sneiðist um skatttekjur vegna efnahagsörðugleika. Skattur á hótelgistingu leggst ekki á kjósendur – að minnsta kosti ekki kjósendur í heimalandinu.

Sums staðar hafa borgir farið út í að leggja á gistináttagjald, til dæmis hefur það nýverið verið tekið upp í Köln og Berlín í Þýskalandi og er 5 prósent – en þegar er greiddur virðisaukaskattur af gistingunni.

Í Bandaríkjunum hefur lengi tíðkast að leggja nokkuð háa skatta og gjöld á gistingu – og reyndar bílaleigubíla líka – þeir geta hækkað verðið um allt að 25-30 prósent ef marka má hinn vinsæla vef Tripadvisor.

Í Bretlandi hafa verið deilur um skatta á gistingu. Þegar er lagður 20 prósenta virðisaukaskattur á hana, en í fyrra vildu bæjarráðin í Westminster í London og í Edinborg leggja gjald á gistingu umfram vaskinn. Það mætti miklum mótmælum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?