Besta jólalag seinni tíma. Parið rífst, kallar hvort annað illum nöfnum, hann er settur fullur í fangaklefa, þau eru bæði hálfgerðir ræflar, í bakgrunni syngur kór lögreglunnar – lagið nefnist A Fairytale of New York. Hljómsveitin er The Pogues – margir gætu haldið að hún væri írskt þjóðlagaband en hún var frá London, söngvararnir Shane McGowran og Kristy MacColl. Lagið var hjóðritað fyrir tuttugu og fimm árum og fer á vinsældalista í Bretlandi fyrir hver jól.
Sumir myndu segja að þetta sé and-jólalag, en það er samt ekki rétt. Fangar í raun tilfinningu af jólum betur en margt sem er miklu væmnara og vemmilegra.