Brasilíski arkítektinn Oscar Niemeyer er látinn í hárri elli, 105 ára að aldri. Hann mun hafa unnið að fagi sínu allt fram í andlátið. Niemeyer var arkitekt hinnar nýju Brasilíu. Hann teiknaði opinberar byggingar í höfuðborginni sem einnig nefnist Brasilía, en annað frægt verk eftir hann eru höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York.
Niemeyer var módernisti, en imyndunaraflið fær samt pláss í verkum hans – formin eru margvísleg og djörf, hann sagðist ekki hafa áhuga á hornréttum línum og kassalaga formum sem einkenndu tíma fúnksjónalismans.
Hér getur að líta nokkur verk eftir þennan meistara – þau eru mörg ævintýraleg.
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York.
Þjóðþing Brasilíu í samnefndri borg.
Dómkirkjan í Brasilíuborg að næturlagi.
Innan úr dómkirkjunni í Brasilíu.