Það er betra í heilbrigðri umræðu að nefna hlutina sínum réttu nöfnum.
Auðvitað er það málþóf sem Sjálfstæðismenn beita í þinginu þessa dagana – hvað annað?
Það er hins vegar spurning hvað vakir fyrir þeim. Nú er málþófinu beitt í umræðu um fjárlög. Það getur þó varla vakað fyrir Sjálfstæðisflokknum að koma í veg fyrir afgreiðslu þeirra.
Fjárlög verður að samþykkja fyrir áramót.
Það sem er líklegra að hangi á spýtunni er að tefja framgang annarra stórra mála sem liggja fyrir þinginu og Sjálfstæðismenn eru ósáttir við:
Stjórnarskrárinnar, rammááætlunarinnar og kvótans.