fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

DV: Jón Ásgeir stýrir Iceland

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. desember 2012 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úti á Granda standa nú þrjár stórverslanir sem keppa um hylli neytenda. Allar eru að keppa á sama sviðinu – í ódýrri matvöru, það er síður spurt um gæðin. Samkeppnin er hörð á neðri enda matvöruverslunarinnar – á efri endanum er lítið sem ekkert að gerast.

Nú standa þarna Bónus, Krónan og ný verslun Iceland. Í Bretlandi eru Icelandbúðir sem mestanpart selja gaddfreðinn ruslmat, en á Íslandi virðast þessar búðir vera með aðeins öðru sniði.

Ég hef ekið þarna tvívegis framhjá og sé ekki betur en að stöðugur straumur fólks sé í Iceland.

Markaðssetning búðanna fer þannig fram að teknar eru myndir af Jóhannesi, fyrrum í Bónus, og viðtöl við hann. Hann er andlit búðanna út á við – enda loðir ennþá við hann að hann sé „vinur litla mannsins“.

Það er þó staðfest í DV í dag að í raun er það Jón Ásgeir, sonur hans, sem stýrir þessu fyrirtæki – raunar hefur áður verið bent á tengsl þess við eignarhaldsfélög í Lúxemborg.

Í blaðinu kemur fram að Jón Ásgeir hafi stýrt hlutafjáraukningu Iceland og að hann gefi beinar skipanir um starfsemina – þrátt fyrir að Jóhannes hafi fullyrt að hann kæmi hvergi nærri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins