Í Héraðsdómi Reykjavíkur var mikið spurt um það í dag hver hefði ákveðið að veita Mileston 10 milljarða króna lán úr bankanum Glitni – í gegnum hið margnefnda félag Vafning.
Enginn vildi kannast við það. Menn klóruðu sér í hausnum í dómssal.
En skýringin er auðvitað einföld, stuðið var orðið svo mikið í íslensku bönkunum á þessum tíma að lánin voru farin að veita sig sjálf.