fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Leppríkin bak við Járntjaldið

Egill Helgason
Laugardaginn 1. desember 2012 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðakonan og sagnfræðingurinn Anne Applebaum skrifaði fyrir nokkrum árum merka bók um sovéska gúlagið – nefnist einfaldlega Gulag. Nú hefur hún skrifað aðra bók um kommúnismann sem heitir Iron Curtain. Hún fjallar um ríki sem voru lögð undir sovétkerfið í lok heimstyrjaldarinnar, Applebaum einblínir aðallega á Ungverjaland, Austur-Þýskaland og Pólland. Þar eru reyndar hæg heimatökin því Applebaum er gift Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands.

Þetta er saga sem er ekki mikið þekkt. Það eru ekki margir sem kannast lengur við nöfn eins og Mathyas Rakosi, Boleslaw Bierut, Klement Gottwald og Walter Ulbricht. Þessir menn voru leikbrúður Stalíns að stríðinu loknu. Þeir tilheyrðu kommúnistaklíkum sem höfðu fyrirskipanir um að brjóta ríki Austur-Evrópu endanlega undir Sovétvaldið. Þetta voru litlir menn og ómerkilegir, en þeir áttu sammerkt að hafa náð að fljóta ofan á í ofsóknaræði Stalínstímans.

Alls staðar var uppskriftin sú sama: Uppbygging öryggislögreglu, ríkisvæðing atvinnulífsins, fyrirmæli um sósíal-realisma á listasviðinu, stofnun ungmennahreyfinga, hlægileg dýrkun á ofurverkamönnum (stakhanovítum), ritskoðun, hreinsanir. Margt fólk sem ekki var kommúnistar fylgdi með – það sá ekki annan kost. Aðeins í Tékkóslóvakíu höfðu kommúnistar raunverulegt fjöldafylgi.

Applebaum fjallar aðallega um tímann sem hún kallar high-stalinism (ofur-stalínisma). Því fer að ljúka með dauða Stalíns 1953 og uppreisnum sem brutust út í Austur-Evrópuríkjunum, í Berlín 1953, í Póllandi og Ungverjalandi 1956.

Þetta er merkisbók – um sögu sem er lítt þekkt á Vesturlöndum.

Mathyas Rakosi var einn af leppunum sem Stalín notaði í Austur-Evrópu. Hér ganga Ungverjar með mynd af honum. Rakosi var settur af 1956 og fluttur til Sovétríkjanna þar sem hann dó 1971.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur