Þrándur Þórarinsson er afar skemmtilegur málari – hann er lærisveinn hins litríka Odds Nerdrum sem hér bjó um skeið, Þrándur fer ekkert í grafgötur með það.
Myndir Þrándar eru stórar, viðfangsefnin eru gjarnan söguleg og frá Reykjavík, en hann blandar í þau sinni eigin fantasíu,
Þrándur sýnir nú í Gamla bíói – hér er ein af myndunum hans sem mér finnst áhugaverð, líklega vegna þess að ég hef haft áhuga á að lækurinn sem rennur undir Lækjargötu verði opnaður.
Rennandi vatn laðar til sín fólk.
Þrándur gerir reyndar gott betur, þarna er heilt síki sem rennur í gegnum Lækjargötuna, með brúm eins og í Feneyjum.
Þetta er samt ekki svo fjarlægt – í Vatnsmýrinni, út undir Norræna húsi eru síki og lækir sem hægt er að ganga meðfram, svæðið þar hefur verið opnað síðustu ár.