fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Bjarni gengur úr VG

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. nóvember 2012 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Harðarson vinur minn er með allra skemmtilegustu mönnum.

Við unnum fyrst saman á Tímanum endur fyrir löngu, síðar á Helgarpóstinu, og varð strax vel til vina.

Það leyndi sér ekki að maðurinn var fjörugur og frumlegur. Margir virðast telja að Bjarni hjóti að vera alinn upp í koti í afdal, en staðreyndin er sú að hann uppfóstraðist í gróðrarstöð innan um gúrkur, tómata og blóm.

En hann er auðvitað feikn sérvitur. Bjarni hefur gefið sig mjög að þjóðlegum fróðleik, draugum og hjátrú – síðasta bók hans, Mensalder, ber hugðarefnum hans vitni, hún fjallar um fólk á tuttugustu öld sem bjó á því Íslandi sem lengst var til, í torfbæ, við forna búskaparhætti. En Bjarni er reyndar líka áhugamaður um motorcross-hjól.

Bjarni hefur reynt fyrir sér í pólitík. Hann rekst illa í flokki, vægast sagt. Strax eftir að hann var kosinn á þing fyrir Framsókn 2007 gerði hann mikinn óskunda, að því flokksforystan taldi, með því að tala alltof frjálslega um stjórnarmyndun. Hann hvarf af þingi við illan leik, gekk í VG – og er nú farinn úr þeim flokki.

Það kemur ekki á óvart. Að sumu leyti er Bjarni ólíkindatól. Þegar við hittumst á Suðurlandi í haust talaði hann vel um Samfylkinguna. Ég er ekki viss um að hún myndi vilja fá hann í sínar raðir.

En Bjarni, eins og margir góðir menn, á hvergi heima í pólitík. Hann er á móti Evrópusambandinu, en um leið en hann á enga samleið með fólki sem hatast við útlendinga og innflytjendur. Hann fyrirlítur slíkt. Hann hefur krítíska og eldfjöruga hugsun sem rúmast ekki í þrengslunum inni í stjórnmálaflokkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur