fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ukip – flokkurinn sem kemur inn úr kuldanum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. nóvember 2012 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ukip, sjálfstæðisflokkur Bretlands, sækir nú svo að Íhaldsflokknum frá hægri að gamla Íhaldið er farið að hafa miklar áhyggjur. Í síðustu viku fékk Ukip 14,3 prósent í aukakosningum í Corby.

David Cameron hefur lýst Ukip sem flokki „vitleysinga, geðsjúklinga og laumurasista“ (fruitcakes, loonies and closet racists).

Á móti heldur Ukip því fram að allir gömlu flokkarnir séu eins, það séu allt sósíaldemókratar, líka Íhaldsflokkurinn. Nigel Farage, formaður Ukip, talaði um daginn um að Íhaldsflokkurinn þyrfti „fullorðinn og skynsaman leiðtoga“ eins og Michael Gove, hinn afar hægrisinnaða menntamálaráðherra.

Aðalmál Ukip er að draga Bretland út úr Evrópusambandinu. En flokkurinn hefur fleiri stefnumál, hann er á móti hjónaböndum samkynhneigðra, hann vill leggja á flata skattprósentu, hann vill leyfa reykingar aftur á veitingastöðum, hann vill skera niður þróunarhjálp, hann vill setja fimm ára bann á innflutning fólks til Bretlands, hann vill skera niður í ríkisrekstri – en auka framlög til hermála. Flokkurinn vill ekki trúa því að loftslagsbreytingar séu vandamál.

Flest eru þetta mál sem vænta má af pópúlískum hægri flokki. Ukip hefur náð mönnum inn á Evrópuþingið og starfar þar í hópi sem nefnist Evrópa frelsis og lýðræðis. Þar eru líka Norðurbandalagið ítalska, litháískur flokkur sem kennir sig við lög og reglu og flokkur grískra rétttrúnaðarmanna.

Vitnað er í plagg frá Íhaldsflokknum þar sem sagt er í Ukip séu kverúlantar og öfgamenn. En nú er það svo að Ukip er að höggva mjög í fylgi Íhaldsflokksins. Ástæðurnar fyrir því eru kannski ekki mjög flóknar – í kreppuástandi vaxa öfgar, Íhaldsflokknum hefur ekki tekist að ná tökum á landstjórninni og ekki er heldur gæfulegt um að litast þegar horft er yfir til Evrópu.

Sjá nánar grein eftir John Harris í Guardian – efni í þessum pistli er sótt efni þaðan.

Nigel Farage, leiðtogi Ukip, í sigurham.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“