Við erum að taka upp alls konar bandaríska hátíðisdaga, Hrekkjavöku, Valentínusardag – og nú síðast verður maður var við tilburði til að taka upp Þakkargjörðardaginn.
Thanksgiving eins og það heitir á ensku er haldinn í Bandaríkjunum til að minnast þess þegar innflytjendur – svokallaðir Pílagrímar – námu land á austurströndinni snemma á 17. öld.
Þetta kemur Íslendingum ekki mikið við – nema við stefnum að því að verða 51sta ríkið.
En á móti gætum við kannski reynt að stuðla að því að Bandaríkjamenn haldi upp á 17. júní eða sumardaginn fyrsta?
Koma hinna svokölluðu Pílagríma til nýja heimsins – þakkargjörð.