Enska biskupakirkjan er í sérkennilegum vandræðum. Á þingi hennar fyrir nokkrum dögum var samþykkt að konur fengju ekki að vera biskupar.
Kirkjan leyfði kvenpresta fyrir tuttugu árum
Afstaðan nú þykir skjóta skökku við – leiðtogi kirkjunnar, erkibiskupinn af Kantaraborg, vildi samþykkja kvenbiskupana, en meirihluti þingmeðlima reyndist hafa íhaldssamari skoðanir.
Þetta þýðir að konur geta ekki færst upp í starfi innan kirkjunnar – sem líklega telst vera andstætt á jafnréttislögum. Jafnréttisráðherra Bretlands segir að kirkjan þurfi að kjósa upp á nýtt og endurskoða þessa ákvörðun sína.
Það er líka dálítið vandræðalegt að höfuð Ensku biskupakirkjunnar er kona – nefnilega Englandsdrottning. Hún er þá sett yfir alla karlana sem gegna biskupsembættum og vilja ekki konur í sínar raðir.