Lengi var rekinn áróður fyrir því að fólk drykki ekki áfengi á jólunum – þau skyldu vera hátíð barnanna.
Og víst er að sumar fjölskyldur eru fullar af vondum minningum frá jólum – þetta er tími þegar margir leggjast í drykkjuskap.
En nú eru aðrir tímar og áróðurinn er alveg þveröfugur. Það er látlaust klifað á því að enginn sé maður með mönnum nema hann drekki jólabjór. Að það sé bjórinn sem kemur með jólin.
Fyrir nokkrum árum var þetta fyrirbæri nánast óþekkt á Íslandi, en nú segja fréttir að í fyrra hafi þjóðin drukkið 410 þúsund lítra af jólabjór. Fyrstu þrjá dagana sem jólabjór var seldur þetta árið nam salan 105 þúsund lítrum.
Það stefnir semsagt í metár.
Setjum sem svo að seljist 500 þúsund lítrar af jólabjór þetta árið. Það er þá rúmlega 1 1/2 líter á hvert mannsbarn í landinu. Við verðum samt að draga frá börnin, þá sem drekka ekki og þá sem finnst bjór vondur.
Má þá kannski ætla að restin drekki 3 lítra á mann að meðaltali? Og sumir drekka náttúrlega minna, kannski bara rétt dreypa – aðrir hjóta þá að vera mjög stórtækir í drykkjunni.