Eiríkur Jónsson skrifar að von sé að klofningsframboði úr Vinstri grænum – það snúist aðallega um óánægjuna með ESB-málin.
Eiríkur nefnir Ragnar Arnalds, Jón Bjarnason, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Bjarna Harðarson sem væntanlega liðsmenn þessa framboðs.
Það kæmi svosem ekkert á óvart. Ragnar virðist til dæmis vera nokkuð á sömu línu í öllum málum og Morgunblaðið.
En hann nefnir líka Ögmund Jónasson – sem kæmi nokkuð á óvart. Ögmundur er ráðherra í ríkisstjórn á vegum VG og mun líklega starfa sem slíkur út kjörtímabilið og þess utan er hann einn meginarkitekt þeirrar leiðar sem var farin varðandi ESB-umsóknina, að sótt yrði um og þjóðin fengi síðan að ákveða.