Auður Jónsdóttir rithöfundur er afar skemmtileg kona – eins og hún á kyn til.
Í Kiljunni í kvöld tölum við um bók hennar Ósjálfrátt. Þetta er skáldsaga sem er byggð á lífi hennar sjálfrar – og fjölskyldu hennar.
Meðal þess sem ber á góma í þættinum – og er sagt frá í bókinni – er þegar Nóbelsskáldið, afi hennar, þarf að passa hana barnunga. Þá fara konurnar á heimilinu allar til Reykjavíkur, þetta er á kvennafrídaginn 1975.
Samkvæmt frásögninni var Halldóri Laxness margt betur lagið en að gæta barna – hvað þá skipta á þeim.