fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Hvernig er þetta hægt?

Egill Helgason
Mánudaginn 12. nóvember 2012 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég setti inn þessa stöðu á Facebook um daginn, fékk mikil viðbrögð:

„Var að skoða stöðuna á húsnæðislánunum, hvernig er þetta hægt? Og mörg hundruð gjalddagar eftir – maður á ekki neitt! Þær eru dýrar þessar 18 milljónir sem það var í upphafi.“

Maður finnur hvernig verðbólgan geisar áfram – matvælaverð hefur hækkað geigvænlega á þessu ári. Krónan hefur sigið aftur. Og skuldirnar hækka stöðugt.

Nú er talað um nauðsyn þess að fara í alls konar framkvæmdir til að örva hagkerfið – það mun líka skila sér í aukinni verðbólgu.

Þetta er innbyggt í kerfið hjá okkur.

Það er sagt að þurfi að bæta hagstjórnina, eitt viðkvæðið er að ef við getum ekki stjórnað gjaldmiðlinum okkar, þá getum við ekki stjórnað okkur sjálfum.

En er það endilega svo? Er þetta ekki bara klisja?

Íslenska krónan er eins og lítill korktappi í stóru hafi, nú er hún bundin höftum – en sveiflast samt. Það er líka sagt að þurfi ekki annað en einbeittan vilja til að afnema höftin – það hljómar líka eins og klisja þegar jafnvirði mörg hundruð milljarða króna leita út úr hagkerfinu – í erlendum gjaldeyri.

Við þurfum að fá betri samanburð: Við þurfum að vita miklu betur hvað það kostar fólk í nágrannalöndum að eignast húsnæði, hver vaxtabyrðin er, hvað tekur langan tíma að greiða niður lánin – og hvort fólk veit ekki nokkurn veginn hvað það þarf að borga þegar það tekur lán?

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út