fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Vetrarfegurð á Lækjartorgi 1957

Egill Helgason
Föstudaginn 9. nóvember 2012 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því hefur verið haldið fram að Lækjartorg sé torg án tilgangs. Það er flæmi í hjarta borgarinnar, en þar þrífst ekkert mannlíf. Fólk hraðar sér yfir torgið. Svona hefur þetta verið lengi.

Uppbygging húsa við suðurhlið torgsins breytti litlu þar um – ég lagði reyndar til að þar yrði sett upp sundlaug á stöllum, það hefði sannarlega sett svip á borgina.

Austanmegin torgsins er stór umferðargata, vestanmegin er Héraðsdómur – stórt hús sem eðli málsins samkvæmt stuðlar að heldur dauflegu mannlífi, og svo er það vandræðahús sem er við norðurhliðina, þó starfar þar kaffihús þar sem eru stundum settir út stólar.

Þetta er ekki sérlega fögur mynd. Gangi maður svo aðeins í norður blasir við Harpa, en í kringum hana er stór auðn, flæmi bílastæða og umferðargatna. Þarna stóð til að reisa höfuðstöðvar Landsbankans – það var ein skýjaborgin á árunum fyrir hrun – og enn eru áform um að byggja stórt hótel við Hörpu.

Ég tel að það sé bráðnauðsynlegt að byggja á þessu svæði – en byggðin má samt ekki vera svo háreist að hún skyggi á tónlistarhúsið eða sé alveg út úr kú miðað við heldur lága miðborgarbyggðina. Um leið þarf að koma umferðinni milli Hörpu og Mýrargötu niður í stokk – fyrr myndast ekki lifandi tengsl milli hafnarinnar og miðbæjarins. Það er tímaskekkja að þurfa að skjótast yfir hraðbraut til að komast að höfninni.

Þessar hugleiðingar kviknuðu þegar ég sá þessa fallegu mynd af Lækjartorgi á Facebook-síðunni 101Reykjavík. Þar segir að hún sé tekin snemma árs 1957. Þarna er símaklefi í forgrunni, en í baksýn eru upplýstir gluggar í Haraldarbúð og auglýsing frá málningarverksmiðjunni Hörpu á gafli Nýja bíós.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út