Það fer að líða að tölum frá Bandaríkjunum. Strákur sem heitir Kári ætlaði að vaka yfir þessu, en ég held hann sé að sofna í sófanum.
Sjálfum finnst mér nóg að fá tíðindin í fyrramálið. Ég er með nokkrar ólesnar nýútkomnar íslenskar bækur á náttborðinu.
Sumir segja reyndar að það sé engin spenna í þessu, en fjandakornið, maður getur ekki verið viss. Maður er líka undrandi yfir því hvað kosningakerfið í þessu volduga ríki er lélegt.
Fyrir þá sem vaka er rétt að minna á stórskemmtilega textalýsingu Magnúsar Geirs Eyjólfssonar, ritstjóra Eyjunnar, frá Foreign Press Center í Washington.
Hana má sjá með því að smella hérna.