fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Fúndamentalismi SUS-aranna

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. nóvember 2012 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka er hægt að segja: Þetta er ungt og leikur sér.

Það er má líka segja að ungliðahreyfingar eigi að ögra – jafnvel vera öfgafullar í sumum málum.

Fjárlagatillögur SUS-ara hljóta að falla undir þetta – maður veit ekki alveg nema að í þessu felist mjög lítil alvara. Kannski er það bara grín.

Þeir vaxa upp úr þessu, segja ábyggilega einhverjir eldri og reyndari flokksmenn.

En dálítið minnir þetta á Hermann Göring sem á að hafa sagt: „Þegar ég heyri orðið menning, dreg ég fram skammbyssuna.“

Það er sök sér að vilja leggja niður Ríkisútvarpið, sú skoðun nýtur nokkurs fylgis – kannski hæpnara að losa ríkið við Veðurstofuna.

En Árnastofnun – þar sem eru varðveittir og rannsakaðir helgustu fjársjóðir íslenskrar þjóðar, handritin, þar sem má jafnvel segja að leynist sjálfur kjarni þjóðernis okkar?

Þjóðminjasafnið? Þar sem eru varðveittar minjar um lífsbaráttu Íslendinga?

Þjóðskjalasafnið – þar sem eru lögum samkvæmt geymdar heimildir um sögu þjóðarinnar – þangað sem komandi kynslóðir geta leitað sér upplýsinga?

Í þessu felst ákveðinn fúndamentalismi, allt er metið í krónum og aurum, til mjög skamms tíma. Með flóknari reikningsaðferðum mætti hugsanlega sýna fram á beinan ávinning af varðveislu þjóðlegra verðmæta. Máski værum við ekki lengur til sem þjóð ef ekki væri fyrir þessi blessuð handrit? Við værum allavega allt öðruvísi fólk.

En svo er það þetta með að ögra – í þessu felst óþjóðhollusta sem er í rauninni hressandi á sinn hátt, sú hugmynd að þjóðerni skipti í raun engu máli – enda er varla hægt að koma því inn í excel-skjal. Þannig eru SUS-ararnir líklega mestu alþjóðahyggjumenn á Íslandi. ESB-sinnar eiga ekkert í þetta.

Codex Regius GKS 2365 4to, Konungsbók Eddukvæða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“