Við vorum svo heppin í Kiljunni um daginn að fjalla um bók sem er meistaraverk.
Nýja sögu eftir Gyrði Elíasson – Suðurglugginn heitir hún.
Ég er búinn að vera hugsa um bókina síðan ég las hana á mánudag – öll smáatriðin. Ég ætla að lesa hana aftur, til að átta mig betur á henni.
Í aðra röndina er þetta draugasaga – kannski – hún er dulúðug, fyndin, full af visku og furðum.
Smábrot – nokkuð gyrðískt:
„Mamma hringir í mig, ég tala við hana í smástund, hún hefur áhyggjur af öllu. „Veröldin er ekki að farast,“ segi ég, en röddin hljómar ekki sannfærandi, ég finn það sjálfur.“