Hér er velmegunartafla sem hefur verið vitnað í á þessum degi, prosperity index svokallað, þar sem reynt er að gera samanburð á auði og velferð.
Ísland er í fimmtánda sæti, en það segir ekki alla söguna. Við skorum mjög lágt hvað varðar efnahag, þar erum við einungis í 67 sæti, ekki hátt hvað varðar stjórnsýslu, við erum í þokkalegum málum hvað varðar menntun og heilsu, en í fyrsta sæti þegar spurt er um öryggi.
Við getum svo skoðað þjóðirnar sem eru ofar en við. Norðurlöndin eru hæst með sitt þjóðfélagsmódel, Noregur, Svíþjóð og Danmörk, Finnland aðeins neðar.
Og af þessum fjórtán ríkjum sem eru ofar Íslandi eru átta sem eru í Evrópusambandinu.