fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Ójöfnuðurinn – stærsta málið í Bandaríkjunum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. október 2012 02:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðan ég hlusta með öðru eyranu á heldur daprar umræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum – þetta er keppni niðurávið, sá sem nær að beita ódýrari og innihaldslausari frösum lítur út eins og sigurvegari – er ég að lesa viðtal við hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Joseph Stiglitz á vef Der Spiegel.

Stiglitz segir að bandaríski draumurinn sé orðinn að þjóðsögu. Hvorugur frambjóðandinn í forsetakosningunum tali um stærsta málið í Bandaríkjunum – hinn mikla ójöfnuð sem hefur farið mjög vaxandi síðustu áratugina.

Stiglitz nefnir dæmi: Sex erfingjar Walmart verslunarkeðjunnar ráða yfir auði sem er jafnmikill og eigur þeirra 30 prósenta sem eru á botninum í bandarísku samfélagi.

Staðreyndin er sú, segir Stiglitz,  að hvergi í þróuðum löndum ræðst framtíð ungs fólks meira af efnahag og stétt foreldranna. Hreyfanleiki milli stétta er afar lítill í Bandaríkjum nútímans.

Innan við eitt prósent Bandaríkjamanna á um 35 prósent af þjóðarauðnum, þessi hópur borgar furðulega litla skatta, hann býr í bestu húsunum, fær bestu menntunina, hefur þægilegasta lífsstílinn – meðan fjöldinn á botninum er atvinnulaus eða getur rétt hangið á illa borguðum störfum sínum – atvinnuöryggið er sama og ekkert – og fjórðungur húseigenda hefur neikvæða eignastöðu, skuldar meira en virði húsnæðis síns.

 

Joseph Stiglitz var gestur í Silfri Egils fyrir fáum árum. Hann hefur nýskeð gefið út bókina The Price of Inequality: The Avoidable Causes and Invisible Costs of Inequality. Þar skoðar hann meðal annars hvernig markaðurinn virkar ekki eins og ætlast er til – hann er hvorki skilvirkur né stöðugur og hann skapar mikinn ójöfnuð sem stjórnmálin ráða ekki við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka