Í Silfri Egils á eftir verður farið yfir úrslit kosninganna í gær.
Fréttastofan kemur fyrst með helstu tölur – en síðan er von á flokksformönnum, Jóhönnu Sigurðardóttur, Bjarna Benediktssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Þór Saari og Álfheiði Ingadóttur, hún hleypur í skarðið fyrir Steingrím J. Sigfússon.
Síðar í þættinum fáum við að heyra í Ágústi Þór Árnasyni, Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur, Eiríki Bergmann Einarssyni og Jóni Magnússyni.
Í lok þáttar er svo viðtal við Evu Joly. Þar fer hún yfir sviðið í hinu alþjóðlega fjármálakerfi, ræðir hættuna sem stafar af stærð þess, skattaparadísir sem enn þrífast, Evrópusamandið, mögulega aðild Íslands að því og efnahagsbrotarannsóknir sérstaks saksóknara.