Það verður athyglisvert að sjá hvort Geir Haarde fær einhverja úrlausn sinna mála hjá Mannréttindadómstól Evrópu.
Þar er fyrir mál Baldurs Guðlaugssonar – náins samstarfsmanns hans.
Það viðhorf er nokkuð almennt í Evrópu að stjórnmálamönnum skuli ekki refsað fyrir að taka vondar ákvarðanir – eða engar ákvarðanir.
Og það tíðkast heldur ekki að refsa stjórnmálamönnum fyrir það að vera misheppnaðir.
Hins vegar er það athyglisvert á þessum degi, þegar nýafstaðnar eru kosningar um stjórnarskrá, að landsdómsmálið gegn Geir byggði einmitt á ákvæði í gildandi stjórnarskrá, nánar tiltekið 14. grein.
Landsdóm er hins vegar ekki að finna í stjórnarskrárdrögunum sem þjóðin samþykkti í gær. Hann verður lagður niður og vilji menn reka mál gegn ráðherrum þarf það að vera fyrir almennum dómstólum.