fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Ríkisendurskoðunarskandallinn og óvinir krónunnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. október 2012 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðarar Morgunblaðisins koma manni ennþá á óvart.

Í síðustu viku var þar skrifað um hina alræmdu Advania/Skýrr-skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Á leiðaranum mátti skilja að fréttamennska væri einhvers konar fáfengilegt sport – sem væri ekki iðkað af alvörufólki.

Eru þetta skilaboðin sem berast inn á fréttadeild blaðsins? Eða kannski passa blaðamennirnir sig á að lesa ekki ritstjórnarskrifin.

Í dag má lesa að fjármálaráðherra hafi „veist“ að íslensku krónunni.

Þetta er skrifað af manni sem stóð fyrir einhverri einkennilegustu efnahagstilraun allra tíma.

Þar var gengi krónunnar skrúfað upp til að búa til fölsk lífskjör í landinu. Þetta gat ekki endað nema á einn veg, með skelfingu.

Þá hrundi gengi krónunnar – með þeim afleiðingum að lífskjörunum var sópað burt nánast á einni nóttu og gott betur.

Við munum þurfa að lifa með afleiðingum þessa langa hríð enn. Hafi verið gerð tilraun til að ganga af íslensku krónunni dauðri, þá var það þarna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka