fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Meira um prófkjörin hjá Sjálfstæðisflokknum

Egill Helgason
Föstudaginn 19. október 2012 22:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að prófkjör Sjálfstæðisflokksins verða miklu meira spennandi en nokkurn hafði órað fyrir.

Í Kraganum virðist Ragnar Önundarson, einn þeirra manna sem sannarlega vöruðu við bankahruninu, ætla að fara gegn sjálfum formanni flokksins, Ragnar fer fram með þeim orðum að í formanninum sé „sameining stjórnmála- og viðskiptaarma Engeyjarættarinnar“ og hún sé ekki trúverðug.

Þar sækist líka eftir 1.-6. sæti Vilhjálmur Bjarnason, hinn landskunni gagnrýnandi óráðsíunnar sem hér hefur tíðkast í fjármálalífinu.

Á Akureyri ætlar Tryggvi Þór Herbertsson að reyna að fella Kristján Þór Júlíusson úr fyrsta sætinu. Tryggvi er sagður njóta stuðning Valhallar – ef honum tekst að ná fyrsta sætinu verður hann eitt af ráðherraefnum flokksins. Ef þetta tekst ekki á hann varla séns í ráðherradóm. Kristján er annar varaformaður flokksins – og það verður varla auðvelt að velta honum úr sæti.

Það stefnir í harðan slag víðar – til dæmis í Reykjavík. Þar vilja Hanna Birna Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson bæði fá fyrsta sætið, þarna er einfaldlega tekist á um hver sé númer tvö í flokknum. Illugi er mjög handgenginn Bjarna Benediktssyni, hann ætlar honum stórt hlutverk í ríkisstjórn.

Í samanburði við þetta virðast framboðsmálin heldur dauf hjá Samfylkingunni, til dæmis eru einungis átta manns sem sækjast eftir sæti á lista hennar í Norðausturkjördæmi og ekki nema fimm í Norðvesturkjördæmi. Hjá Samfylkingunni setur það svip sinn á baráttuna að þingmönnum flokksins mun örugglega fækka í næstu kosningum öfugt við það sem er hjá Sjálfstæðisflokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins