Innanríkisráðuneytið undir forystu Ögmundar Jónassonar stendur í ströngu þessa dagana.
Það vill siðvæða samfélagið – og mun víst ekki af veita
Ráðuneytið heldur ráðstefnu þar sem er skorin upp mikil herör gegn klámi. Nú er það orðið heilbrigðisvandamál. Það hafa reyndar ekki komið fram neinar sérstakar hugmyndir um hvernig hægt er að takmarka aðganginn að því – á tíma internetsins er það ekki auðvelt.
Hins vegar er lítill vandi að snúast gegn því mikla böli sem eru happdrætti geta verið – það er gert með stofnun Happdrættisstofu.
En verður þá líka sett á stofn Klámstofa?