fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Economist kallar eftir róttækri miðjustefnu

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. október 2012 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Economist er blað sem styður markaðshagkerfið – það fer aldrei neitt á milli mála.

Þess vegna sætir tíðindum þegar blaðið fer að skrifa um að ójöfnuður sé að verða mikið vandamál á Vesturlöndum og hvetja til aðgerða gegn honum.

Í leiðinni auglýsir blaðið eftir því sem það kallar true progressivism, raunverulega framfarasinnuðum stjórnmálum, sem það segir að felist í róttækri miðjustefnu.

Blaðið leggur til ýmsar leiðir til að ná þessu markmiði, það segir að þurfi að eyða meiri peningum í ungt fólk, auka val í skólakerfinu, hækka eftirlaunaaldur, jafna bilið milli tekjuskatts og fjármagnstekjuskatts, það þurfi frjálsari vinnulöggjöf í Evrópu, það þurfi að afnema skattaafslætti sem gagnist ríku fólki og setja meiri áherslu á skatta sem leggjast á ríkt fólk eins og sumar tegundir eignaskatta.

Loks varar blaðið bæði við hægrinu og vinstrinu. Það segir að tilhneiging hægri manna sé oft að minnka ríkið án þess að hugsa um að gera það betra, en eina svar vinstrisins í löndum þar sem hagvöxtur er mjög veikur og velferðarkerfi eru að sliga ríkið sé að leggja hærri skatta á þá sem skapi auð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!