Í Silfri Egils á morgun ræðum við meðal annars stöðuna þegar fjögur ár eru liðin frá hruni. Við tæpum einnig á fréttamálum vikunnar.
Meðal gestanna í þættinum eru Frosti Sigurjónsson, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Þ. Stephensen og Benedikt Sigurðarson.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup er í viðtali um stjórnarskrárkosningarnar, og þá einkum um það sem snýr að Þjóðkirkjunni í tillögum Stjórnlagaráðs.
Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur hefur rýnt í tillögur Stjórnlagaráðs og telur að hugtakanotkunin sé óljós, einkum setur hún fram efasemdir um greinarnar sem lúta að náttúruvernd. Lára kemur í þáttinn.
Einnig verður rætt við Yves Thibault de Silguy, en hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldmiðilsmála og viðskiptamála hjá Evrópusambandinu og getur talist vera einn af feðrum evrunnar. Hann er mikils metinn maður í Frakklandi og hefur nýverið látið af starfi stjórnarformans Vinci sem er stærsta verktakafyrirtæki landsins.